Viðbrögð Norconsult við Corona ástandinu

27.mars 2020

Í þágu starfsmanna okkar, viðskiptavina og annarra tengiliða hefur Norconsult ákveðið að innleiða ákveðnar verklagsreglur til þess að hindra útbreiðslu Corona veirunnar.

Fjöldatakmarkanir á fundum og aukin notkun heimavinnustöðva:

Við munum takmarka þátttöku við fundarhöld önnur en yfir internet og auka verulega notkun heimavinnustöðva yfir komandi tímabil. Allir fundir munu fara fram stafrænt með aðstoð Skype, Teams eða annara samskiptaforrita.

Takmarkanir á ferðum:

Við leggjum hömlur á starfsmenn okkar varðandi ferðalög, fundi og annarra vinnutengdra aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar eins mikið og mögulegt er.

Þrátt fyrir breytingar á verklagsreglum okkar og aukinni notkun heimavinnustöðva munum við leitast við að vera eins tiltæk og mögulegt er og vinna verkefni okkar á góðan og skilvirkan hátt.

Við munum halda stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar til að kanna hvernig best er að vinna að verkefnum okkar við þessar erfiðu kringumstæður.

Við biðjum virðingafyllst um skilning á þessum tímum.