Industry plant

Iðnaður

Í meira en 90 ár hefur Norconsult átt stóran þátt í því að leiða stór og smá iðnaðarverkefni til framkvæmda. Hæft starfsfólk okkar hefur skapað veruleg verðmæti fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina og verkefna.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Í áratugi höfum við byggt traustan grunn til að styðja viðskiptavini okkar í þróun á vörum þeirra, ferlum, verkefnum og aðstöðu. Víðtæk færni okkar og geta, ásamt þekkingu okkar og viðskiptavina okkar á iðnaðarferlum, skilar sér í framúrskarandi verkefnum og framsýnum lausnum.

Við erum stolt af því að bjóða upp á sérsniðna tækniþekkingu og þverfaglega þjónustu við þróun, smíði og framkvæmd iðnaðarverkefna - hvar sem þau kunna að vera.

 

Þverfagleg þjónusta

Með verkefnum okkar höfum við öðlast ómetanlega reynslu í því hvernig á að skipuleggja og framkvæma ýmis iðnaðarverkefni. Við lítum á okkur sem fullnaðarþjónustuaðila í iðnaðarráðgjöf. Öflug sérfræðiþekking á efni, skilvirk verkefnastjórnun og þróun hagkvæmra lausna eru lykilatriði í öllu sem við gerum.

Þjónustuframboð okkar nær yfir ráðgjöf, þróun verkefna, hönnun og framkvæmd ýmiss konar byggingar- eða breytingaverkefna á iðjuverum með tilheyrandi innviðum. Að auki styðjum við þróun á vörum, ferlum, verkefnum og rekstrarlíkönum.

Þjónustan okkar nær yfir allar nauðsynlegar iðngreinar, allt frá skipulagningu, hönnun, tæknilegu öryggi, byggingu, innviða, aflgjafa, stoðkerfi til umhverfisins, sjálfbærni, aðstöðu, og eftirfylgni. Óháð því hvar þú sem viðskiptavinur ert staðsettur eða hvaða þjónustu þú kaupir af okkur, hefur þú aðgang að sameiginlegri reynslu okkar og tæknilegri sérfræðiþekkingu.

 

  • Ketill Guðmundsson

    Deildarstjóri iðnaðar

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband