apartment buildings on both sides of a walkway

Samfélag og byggðaþróun

Norconsult er einhugað að vinna fyrir komandi kynslóðir og skipuleggur borgarsamfélög byggð á sjálfbærni og framsýnni hönnun.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Með heildrænni skipulagningu borga, staða og innviða stuðlum við að því að byggja upp sjálfbær samfélög. Við erum með lausnir sem eru bæði sjálfbærar og sveigjanlegar og í takt við kröfur viðskiptavina okkar, umhverfisins og samfélagsins í heild.

Til að stuðla að umskiptum yfir í sjálfbærara samfélag verðum við að skilja tengsl og drifkrafta samfélagsþróunar. Við hjá Norconsult höfum komið á fót þverfaglegum vettvangi sem hjálpar þér að bera kennsl á og velja öflugar lausnir sem munu móta og bæta samfélög nútímans og framtíðarinnar.

Borgarskipulagsfræðingar okkar hafa djúpstæða þekkingu og skilning á skipulagsbreytingum og staðbundnum aðstæðum. Við stýrum verkefnum eftir skýrum markmiðum og setjum þau fram í áþreifanlegum og framkvæmanlegum aðgerðum. Við bjóðum upp á sjálfbærar lausnir sem bregðast við áskorunum nútímans á meðan tekið er tillit til framtíðarþarfa.

Samfélag og borgarskipulag í Norconsult samanstendur af skipulagsfræðingum, arkitektum, lögfræðingum, sérfræðingum í fasteignum, félagsvísindamönnum, félagshagfræðingum og verkfræðingum, m.a. Við leggjum áherslu á heildrænan skilning og raunhæfar lausnir í öllum okkar verkefnum. Við teljum það mikinn kost að vera hluti af stóru þverfaglegu fyrirtæki með fjölmargar skrifstofur víðs vegar um Norðurlöndin.

Hjá okkur finnur þú eitt helsta og ákjósanlegasta sérfræðiumhverfi Norðurlandana innan samfélags- og borgarskipulags. Við bjóðum upp á stefnumótandi ráðgjöf, verkefnaþróun- og innleiðingu allra ferla á fyrstu stigum verkefna.

  • Þorgeir Hólm Ólafsson

    Framkvæmdastjóri

  • Thora Heieraas

    Deildarstjóri saflélags og byggðaþróunar

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband