Samgöngur

Norconsult hefur víðtæka þverfaglega þekkingu og reynslu í skipulagningu og hönnun samgönguinnviða í Noregi og erlendis.

Við erum leiðandi í umhverfisskipulagi og höfum sérþekkingu á öllum fræðisviðum sem varða innviði samgangna. Þverfaglegt umhverfi okkar býr til lausnir sem eru sniðnar að umhverfi og landslagi.

Við höfum trausta fræðilega þekkingu og fjölbreytta reynslu í skipulagsverkefnum og þátttöku í margskonar verkefnum.

Starfsfólk okkar getur framkvæmt úttektir, skipulagningu og hönnun á fullgerðum samgönguinnviðum.

Víðtæk reynsla gerir okkur kleift að vinna með allt frá göngu- og hjólreiðastígum að stærri verkefnum eins og þjóðvegum, lestarleiðum, sporbrautum, höfnum og flugvöllum.