Train passing by on green fields

Innviðir

Sem einn stærsti ráðgjafi á Norðurlöndunum í samgöngumálum leggjum við okkar af mörkum til að skapa skilvirka og umhverfisvæna flutninga á fólki og vörum. Innviðir eru einn af hornsteinum í sögu Norconsult, hvort sem um er að ræða vegagerð, brúargerð, hafnarmannirki eða flugvelli.

Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu

Sérfræðiþekking okkar byggist á fjórum áherslusviðum - vegum og götum - járnbrautum, neðanjarðarlínum og sporvögnum - flugvöllum - og hafnarmannvirkjum. Við veitum aðstoð allt frá fyrstu stigum verkefnis og byggingaráætlana til framkvæmda, reksturs og viðhalds. Í gegnum mörg stór og smá verkefni okkar vinnum við daglega að því að bæta daglegt líf hverrar manneskju sem er á ferðinni.

Hvort sem þörfin liggur í vegahönnun, brúarhönnun, hönnun hafnarmannvirkja eða flugvalla, þá hefur teymið okkar áratugalanga reynslu af innviðamannvirkjum.

Við erum heildarráðgjafi í ráðgjafaþjónustu þar sem forysta, verkefnastjórnun og þróun sjálfbærra lausna er miðpunktur í öllu sem við gerum. Verkefnaáhætta og umferðaröryggi eru forgangi hjá okkar. Innviðateymið okkar er leiðandi í skipulags- og hönnunarmálum og við leysum verkefni allt frá mati á umhverfisáhrifum til deiliskipulags, framkvæmdaráðgjöf og rekstrareftirlits. Jafnvel þó við séum vel í stakk búin til að takast á við og leysa flóknustu innviðaverkefni sem fyrir finnast þá erum við gjarnan til í að vinna í á öllum stigum lítilla, meðalstórra og stórra verkefna fyrir bæði opinbera og einkaaðila.

Starfsmenn okkar hafa mikla ánægju af því að þróa nýstárlegar lausnir flutningsmáta morgundagsins. Í tengslum við þetta höfum við hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir stafræna hæfni okkar í fjölmörgum verkefnum á öllum okkar sviðum. Fyrir okkur snýst stafræn væðing í greininni um að nota rétt verkfæri og góða ferla til að koma upplýsingunum skiljanlega á framfæri til allra aðila. Með því að leysa tæknileg atriði og verkefnaþarfir samfélagsins sýnum við daglega að góð hönnun í upphafi veitir samfélagslegan ávinning sem er meiri en kostnaðurinn við inngrip á síðari stigum.

Kröfurnar sem við gerum til okkar um sjálfbærni og gæði eru mikilvægt samkeppnisforskot. Við erum leiðandi í sjálfbærri þróun og við viljum þróa byggingariðnað í jákvæða átt. Við sjáum að við getum sparað samfélaginu umtalsverð neikvæð áhrif og höfum mikla trú á því að sérþekking okkar og sterk þverfagleg nálgun stuðli að því að skapa sjálfbært samfélag framtíðarinnar. 

Sem samstarfsaðili og viðskiptavinur okkar munt þú sjá að þær lausnir sem við höfum veita góð svör við innviðaáskorunum samfélagsins. 

  • Þorgeir Hólm Ólafsson

    Framkvæmdastjóri

  • Sigurd Rugsland

    Deildarstjóri innviða

  • Hafa samband við okkur

    Hafa samband