Norconsult er stærsta þverfaglega ráðfgjafafyrirtæki Noregs og leiðandi á norðurslóðum/Norðurlöndum. Þjónustan okkar beinist aðallega á skipulagningu og hönnun samfélagslegra verkefna á þeim markaði erum við áberandi, bæði í Noregi og erlendis.

Með nýjungum og markvissir ráðfgjöf leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að sjálfbæru og heilbrigðu samfélagi. Við tökum þátt í öllum þáttum þróunar nýrra verkefna, frá fyrstu hugmyndum til lokauppdrátta og veitum verkfræðilega aðstoð sem og rekstraraðstoð.

Árlega tökum við þátt í þúsundum verkefna fyrir opinber og einkarekin fyrirtæki heima og erlendis.

Norconsult er í eigu starfsfólksins síns. Það hefur þau einstæðu áhrif á anda fyrirtækisins að vinnan er unnin af meiri ástríðu en ella. Þetta hefur einnig góð áhrif á viðskiptavini okkar því við getum veitt hlutlausa ráðgjöf án inngrips frá utanaðkomandi hluthöfum.

 

  Norconsult hefur innð að alþjóðlegum verkefnum í meira en 150 löndum síðastliðin 50 ár. Við erum eftirsóttur samstarfsaðili fyrir norsk fyrirtæki erlendis en einnig í Noregi þar sem við höfum viðveru. 

  Við leggjum sérstaka áherslu á alda markaði í Suður-Ameríku, suðurhluta Afríku og Suðaustur-Asíu en þar erum við komin með útibú. Þegar þörf er á komum við á fót skrifstofum tengdum hinum ýmsu verkefnum. Við hugum stöðugt að því að opna skrifstofur á nýjum svæðum.

  Hornsteinn alþjóðlegrar starfsemi er að hafa staðbundna viðurvist á frogangsmörköðum. Norconsult fær heimamenn í lið með sér og byggir upp fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig í nánu sambandi við sérfræðinga í Noregi.

   

  Við hjá Norconsult bjóðum upp á allan skalann af ráðgjafaþjónustu en erlendis leggjum við áherslur á ákveðna flokka.

  Orka
  Norconsult er leiðandi ráðgjafafyrirtæki á markaði orkuframleiðslu, orkubirgða og vatnsauðlinda, með meira en 80 ár af reynslu í Noregi og 50 ár erlendis.

  Olía og Gas
  Verkefni innan þessa geira krefjast mikillar þverfaglegrar þjónustu, góðrar afkastagetu og traustrar reynslu. Þessa reynslu höfum við öðlast í gegnum flóknar framkvæmdir, stranga tímaramma og samvinnu við önnur fyrirtæki. Reynsla, sérfræðiþekking og þverfagleg þekking á meðan á hönnunarstigi stendur sem og góð þekking á verksamningum, ásamt flottu skipulagi tryggir góða útkomu verkefn. Í gegnum tíðina hefur Norconsult öðlast slíka hæfni. 

  Berg- og Jarðverkfræði
  Noregur, líkt og Ísland, skartar mörgum fallegum fjöllum. Íbúarnir hafa lært að lifa í samlyndi með landslaginu en einnig að nýta sér það til hagsbóta. Sérþekking Norconuslt á neðanjarða framkvæmdum er vel þekkt, bæði í Noregi og erlendis. Við erum fremst í flokki þegar kemur að neðanjarðarlausnum.

  Samgöngur
  Í augnablikinu er Norconsult efst á baugi meðal fyrirtækja sem sjá um skipulag og hönnun samgönguverkefna í Noregi. Samhliða því er alþjóðleg reynsla okkar í samgöngugeiranum veruleg.

  Norconsult er í eigu starfsfólks síns. Það hefur þau einstæðu áhrif á anda fyrirtækisins að vinnan er unnin af meiri ástríðu en ella.

  Þetta hefur einnig góð áhrif fyrir viðskiptavini okkar því við getum veitt hlutlausa ráðgjöf án inngrips frá utanaðkomandi hluthöfum.

  Með því að tryggja nýsköpun í öllum verkefnum, áframhaldandi betrumbætur á viðskiptamódelinu okkar og með því að bregaðst við síbreytingum þörfum viðskiptavina okkar, komum við í veg fyrir stöðnun.

   

  Við reynum að hvetja nýsköpun og hugvit á kerfisbundinn hátt. Við bjóðum uppá sérfræðiþekkingu þegar kemur að stjórnun nýsköpunarferla og leggjum áherslu á hugvit í öllum helstu verkefnum.

  Samsköpun
  Frumkvöðlasetur Norconsult stuðlar að þróun og uppbyggingu færni og þekkingar á nýsköpunarferlinu, ásamt stjórnun nýjunga í framkvæmdum. Sérþekkingu er deilt á virkan hátt til viðskiptavina hvers verkefnis. Þetta köllum við samsköpun.

  Norconsult tryggir gæði í verkefnum viðskiptavinarins með því að auka virðisaukandi og markvissa ráðgjöf. Norconsult mun veita þjónustu sem uppfyllir þarfir viðskiptavina okkar og hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Kjarnastarfsemi okkar er framkvæmd verkefna, með miklum fjölbreytni af stærð og flókið, oft með fjölþættri samvinnu.

  Norconsult er vottað samkvæmt NS-EN ISO 9001: 2015 gæðastjórnunarkerfi.

  Félagsleg ábyrgð fyrirtækisins innan geirans ásmat djúpri virðingu fyrir lögum og reglu í hverju landi fyrir sig skipta höfuð máli fyrir góðan árnagur verkefna.

  Gildi Norconsult eru byggð á góðum viðskiptavenjum, heiðarleika og virðingu gagnvart fólki. Lög fyrirtækisins og aðgerðir þess samræmast almennum kröfum, siðareglum og reglum um tryggingu gæða frá Alþjóðlegu sambandsþingi ráðgjafaverkfræðinga (FIDIC)

   

  Með nýjungum og markvissri ráðgjöf leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að sjálfbæru og heilbrigðu samfélagi.

  Við nýtum okkur sérþekkingu okkar í umhverfismálum, öryggi/áhættu og skipulagi, erum tilbúintil að taka sérstakt tillit til krafa samfélagsins bæði hvað varðar ráðgjöf og val á lausnum.

  Samfélag
  Við erum meðvitum um þau áhrif sem ráðgjöf okkar getur haft á líf og störf samfélagsins. Við nýtum okkur þverfaglega kunnáttu til að tryggja að öll félagsleg gildi og sjónarmið séu höfð í öndvegi í verkefnum. Þannig fáum við bestu mögulegu útkomuna, bæði fyrir viðskiptavini og samfélagið.

  Umhverfi
  Við sýnum ábyrgð í verki með því að huga að náttúrunni og umhverfinu, bæði með því að lágmarka umhverfisáhrif tengd starfseminni okkar og með því að upphefja umhverfisvænar lausnir í verkefnum okkar.

  Losun gróðurhúsalofttegunda er stöðugt að aukast og leggur Norconsult því mikla áhersl á endurnýjanlega orku og minni mengun.

  Öryggi
  Norconsult vill tryggja öryggi starfsfólks síns, viðskiptavina og samstarfsfélaga. Til að fylgja því eftir höfum við gert ýmsar ráðstafanir. Allt starfsfólk fer á námskeið um gæðakerfið okkarm byggt á kjarnastarfseminni okkar: Skipulagning og framkvæmd verkefna á öllum stærðum og gerðum og sérlausnir fyrir fjölbreyttan viðskiptavinahóp. Gæðakerfið okkar uppfyllir allar viðeigandi kröfur ISO 9001.

  Að auki hefur Norconsult sérstaka stefnu fyrir innra eftirlit með heilsu, öryggi og umhverfi. Kerfið okkar mætir alþjóðlegum stöðlum.

  Viðskipti okkar byggja á virðissköpun í gegnum verk. Árlega klárar fyrirtækið um 10.000 verkefni, smá sem stór.

  Norconsult hefur aukið úrval þjónustu, afkastagetu og stækkað við sig alþjóðlega með því að skapa ný viðskipti. Fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins, sérþekking og markaðsstaðan okkar leggur traustan grunn að frekari viðskiptum.

  Fjárhagsupplýsingum Norconsult er lýst í ársskýrslu fyrirtækisins.

  Sæktu árskýrslurnar hér:

  Árið 2106
  Árið 2015
  Árið 2014
  Árið 2013

   

  Norconsult has established an independent Reporting function where one can report concerns and infringements of laws, regulations or the Norconsult Group Code of Ethics.

  The Norconsult Internal Audit is responsible for all documentation concerning the case, and to ensure an independent and appropriate course of action regarding the case. When necessary an external legal counsel will be engaged to assist in the case proceeding. Reports will be handled in privacy and confidence pending discrete and comprehensive follow-up.

  Integrity Reporting to Norconsult Group:
  Norconsult AS
  Chief Internal Auditor
  P.O Box 626,
  NO- 1303 Sandvika
  Norway
  E-mail: IntegrityReporting@norconsult.com