132 kV Harbaksfjellet-Kvendalsfjellet-Hubakken
Verkefni
Aukin fjárfesting í vindmillugörðum í Noregi krefst lausna til að safna þeirri orku sem er framleidd og flytja hana til nothæfra dreifingarstöðva. Verkefnið snerist um að hanna slíka lausn frá grunni í formi loftlínu úr timbri og samsettum stöngum. Heildarlengd á línunni var u.þ.b. 16,8 km.
Lausn
Norconsult staðsetti turna á nýrri 132 kV loftlínu frá Harbaksfjellet vindgarðinum að Hubakken spennistöðinni, um Kvenndalsfjellet vindgarðinn. Staðsetjunin var gerð með því að nota PLS-Cadd með hliðsjón af tiltölulega stórum sveigjanleika samsettu pólanna með FEM aðferðum. Þetta ákvarðaði meðal annars álag sem verkaði á einstaka turna. Nauðsynlegur burðarstyrkur var reiknaður með PLS-Pole. Í kjölfarið var gerð nákvæmnishönnun í formi: • Nákvæmnishönnun turna • Grundun og stagarakkeri • Efnislýsing • Tæknilegur stuðningur á byggingarstigi Í verkefninu var notast við nútímaefni og reikniaðferðir til að skila tilbúinni háspennulínu á takmörkuðu tímabili.