132 kV Harbaksfjellet-Kvendalsfjellet-Hubakken

Rekstraraðilar flutningskerfanna í Noregi eru að fjárfesta í þróun flutningsnetsins ásamt eignum sínum til að mæta aukinni eftirspurn og kröfum um breyttar orkuþróunaraðferðir, svo sem vindmillugarða. Með langvarandi reynslu, veitir Norconsult ráðgjöf ásamt fullhönnun fyrir þær lausnir sem gera rekstraraðilum flutningskerfanna kleift að þróa eignir sínar.
Heiti verkefnis
132 kV Harbaksfjellet-Kvendalsfjellet-Hubakken
Viðskiptavinur
Nettpartner
Staðsetning
Norway
Tímabil
2019

Verkefni

Aukin fjárfesting í vindmillugörðum í Noregi krefst lausna til að safna þeirri orku sem er framleidd og flytja hana til nothæfra dreifingarstöðva. Verkefnið snerist um að hanna slíka lausn frá grunni í formi loftlínu úr timbri og samsettum stöngum. Heildarlengd á línunni var u.þ.b. 16,8 km.

Lausn

Norconsult staðsetti turna á nýrri 132 kV loftlínu frá Harbaksfjellet vindgarðinum að Hubakken spennistöðinni, um Kvenndalsfjellet vindgarðinn. Staðsetjunin var gerð með því að nota PLS-Cadd með hliðsjón af tiltölulega stórum sveigjanleika samsettu pólanna með FEM aðferðum. Þetta ákvarðaði meðal annars álag sem verkaði á einstaka turna. Nauðsynlegur burðarstyrkur var reiknaður með PLS-Pole. Í kjölfarið var gerð nákvæmnishönnun í formi: • Nákvæmnishönnun turna • Grundun og stagarakkeri • Efnislýsing • Tæknilegur stuðningur á byggingarstigi Í verkefninu var notast við nútímaefni og reikniaðferðir til að skila tilbúinni háspennulínu á takmörkuðu tímabili.

Tengiliður

Prófílmynd af Thorgeir Holm Olafsson
Thorgeir Holm Olafsson
Managing Director