145 kV Kil-Munkfors
Nýju línunni er ætlað að auka afhendingaröryggi raforku og styrkja dreifikerfi á svæðinu.
Verkefni
Norconsult sér um ráðgjöf til verkkaupa, öflun þeirra leyfa sem þarf til framkvæmda, þarfagreiningar,viðræður við hagsmunaaðila, hönnun, gerð útboðsgagna ásamt ráðgjöf og eftirliti með framkvæmdum svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla í þessu verkefni, ásamt öðrum sænskum verkefnum, er að taka tillit til umhverfisþátta og lágmarka umhverfisáhrif í öllum þáttum verkefnis eins og hægt er.
Lausn
Sérfræðiþjónusta við hönnun og skipulagningu flutningslína verður nýtt í verkefninu til að tryggja örugga og áreiðanlega nýja rafmagnstengingu á svæðinu. Finite Element aðferð (FEM) verður notuð við hönnun mannvirkja og öll teiknivinna unnin í BIM forritinu Tekla. Skrifstofur Norconsult víða um heim munu samræmast til að veita sem besta og fjölbreyttusta ráðgjafaþjónustu sem miðar að því að veita viðskiptavininum hágæða og efnahagslega jákvæða lausn.