220 kV Rätanklustret, Svíþjóð
Verkefni
Aukin fjárfesting í vindmillugörðum í Svíþjóð krefst lausna til að safna þeirri orku sem er framleidd og flytja hana til nothæfra dreifingarstöðva. Verkefnið snerist um að hanna frá grunni slíka slíka lausn í formi loftlínu úr timbri og samsettum stöngum. Heildarlengd á línunni var u.þ.b. 19,5 km.
Lausn
Norconsult framkvæmdi frumathuganir á fyrirhugaðri línu til að ákvarða stærð leiðara og hlífðarvírs ásamt rúmfræði turnsins. Portal-turnar voru notaðir víðsvegar með annaðhvort tveimur eða þremur stöngum eftir línuleiðhorni. Í kjölfarið var farið í fulla hönnun í formi: • Staðsetningu turna, þ.m.t. ákvörðun á nauðsynlegum gerðum • Nákvæmnishönnun turna • Grundun og stagarakkeri • Jarðtæknikröfur • Efnislýsing • Nauðsynlegar tækniupplýsingar • Tæknilegur stuðningur á byggingarstigi Ákvörðun á staðsetningu turna notast við sérhæfðan ICEtow hugbúnað með turnhönnun ásamt PLS-Pole. Meirihluti mannvirkja var gerður úr timbri með samsettum stöngum sem voru útfærðir á viðkvæmum umhverfissvæðum. Vegna spennu línunnar féll hönnunin einnig undir tæknilegar reglugerðir Svenska Kraftnät.