220 kV Rätanklustret, Svíþjóð

Norconsult hefur mikla reynslu í hönnun á mismunandi stigum af háspennulínum úr tré í Skandinavíu. Verið er að vinna í því að stækka sænska netið sem samanstendur af slíkum línum til að mæta aukinni orkuþörf og til að tengja saman fjárfestingu í vindorkugörðum. Með langvarandi reynslu, veitir Norconsult ráðgjöf ásamt fullhönnun fyrir þær lausnir sem gera rekstraraðilum flutningskerfanna kleift að þróa eignir sínar.
Heiti verkefnis
220 kV Rätanklustret, Svíþjóð
Viðskiptavinur
Jämtkraft
Staðsetning
Sweden
Tímabil
2017 - 2019

Verkefni

Aukin fjárfesting í vindmillugörðum í Svíþjóð krefst lausna til að safna þeirri orku sem er framleidd og flytja hana til nothæfra dreifingarstöðva. Verkefnið snerist um að hanna frá grunni slíka slíka lausn í formi loftlínu úr timbri og samsettum stöngum. Heildarlengd á línunni var u.þ.b. 19,5 km.

Lausn

Norconsult framkvæmdi frumathuganir á fyrirhugaðri línu til að ákvarða stærð leiðara og hlífðarvírs ásamt rúmfræði turnsins. Portal-turnar voru notaðir víðsvegar með annaðhvort tveimur eða þremur stöngum eftir línuleiðhorni. Í kjölfarið var farið í fulla hönnun í formi: • Staðsetningu turna, þ.m.t. ákvörðun á nauðsynlegum gerðum • Nákvæmnishönnun turna • Grundun og stagarakkeri • Jarðtæknikröfur • Efnislýsing • Nauðsynlegar tækniupplýsingar • Tæknilegur stuðningur á byggingarstigi Ákvörðun á staðsetningu turna notast við sérhæfðan ICEtow hugbúnað með turnhönnun ásamt PLS-Pole. Meirihluti mannvirkja var gerður úr timbri með samsettum stöngum sem voru útfærðir á viðkvæmum umhverfissvæðum. Vegna spennu línunnar féll hönnunin einnig undir tæknilegar reglugerðir Svenska Kraftnät.