Baltyk II & III Rannsókn á rafmagnsútflutningskerfi

Baltyk II og Baltyk III eru tvö svæði tileinkuð vindgörðum í Póllandi. Upphafsstærðin á hvorum garðinum er 720 MW. Ábyrgð Norconsult í verkinu snerist um að: framkvæma rannsókn á álagsflæði ásamt því að gera kvikgreiningu og svipulgreiningu.
Heiti verkefnis
Baltyk II & III Electrical Export System Study
Viðskiptavinur
Equinor
Staðsetning
Europe
Tímabil
2019

Verkefni

Baltyk II og Baltyk III eru tvö svæði tileinkuð vindgörðum í Póllandi. Upphafsstærðin á hvorum garðinum er 720 MW. Ábyrgð Norconsult í verkinu snerist um að: framkvæma rannsókn á álagsflæði ásamt því að gera kvikgreiningu og svipulgreiningu.

Lausn

Norconsult útbjó líkan sem notað var m.a. til að áætla álagsflæði sem verktakinn nýtti sér til að áætla stærð á ákveðnum lykilhlutum í flutningskerfinu, s.s. spenna og víra. Annað líkan var gert fyrir kvikgreiningu sem er notað til að hámarka hönnun á flutningskerfinu til að það geti uppfyllt kröfur TSO netsins fyrir ákveðin tilfelli. Svipulgreiningin er svo nýtt til að reikna út fasastrauma og fasaspennur sem verða vegna svipulrofaaðgerða.