EM Power

Norconsult vann kerfisgreiningu fyrir EM Orku vegna fyrirhugaðs vindorkuvers í Garpsdal.
Heiti verkefnis
EM Power
Viðskiptavinur
EM Power
Staðsetning
Europe
Tímabil
2019

Verkefni

Nauðsynlegt er að framkvæma kerfisgreiningar til að kanna hvort fyrirhugað vindorkuver uppfylli kröfur í netmála Landsnets. Einnig varpa slíkar greiningar ljósi á hvort setja þurfi upp annan búnað s.s. þéttabanka, spólur eða annan reglunarbúnað.

Lausn

Norconsult vann kerfisgreiningu fyrir EM Orku vegna fyrirhugaðs vindorkuvers í Garpsdal. Greiningin var tvíþætt: (1) Annars vegar var skoðuð hver hámarksstærð vindorkuversins gæti verið með hliðsjón af truflunum, hitaflutningsmörkum flutningsmannvirkja, fyrirhugaðra virkjanna og svipulla stöðugleikamarka kerfisins. (2) Hins vegar var skoðað hvort vindorkugarðurinn gæti uppfyllt tengiskilmála Landsnets. Netmáli Landsnets nr. D1 krefur vindorkuver um kerfisþátttöku í kjölfar truflanna s.s. skammhlaups. Vindorkugarðurinn má ekki leysa út og skal styðja við kerfið þegar spennan á tengipunkti fellur niður í 0.2 pu í 200 ms. Einnig er gerð krafa um að vindorkuverið nái stöðugleika innan tiltekins tíma.