Modern building

Nýbyggingar

Við veitum alhliða ráðgjafarþjónustu fyrir skipulagningu og hönnun nýbygginga. Hvort sem um er að ræða verslunarhúsnæði, íbúðarhúsnæði, iðnaðarbyggingar eða blönduð verkefni, þá höfum við lausnir.

Norconsult býr yfir þeirri sérfræðiþekkingu sem fasteignaþróunarfélög, opinberir aðilar, einkaaðilar og verktakar þurfa á öllum stigum nýrra byggingarverkefna.

Skipulagsfræðingarnir okkar hafa umsjón með skipulagsferlinu frá upphafi til enda. Í samvinnu með arkitektum og verkfræðingunum okkar eru staðbundnar byggingar þróaðar samkvæmt markmiðum og kröfum viðskiptavinarins.

Við veitum ráðgjöf við eftirfarandi atriði sem eru mikilvæg við þróun nýbygginga:

  • Skipulag og reglugerðir
  • Arkitektúr
  • Landslagshönnun
  • Umhverfisráðgjöf / Umhverfismerkingar og vottanir
  • Verkfræðileg hönnun, burðarþol, rafmagn, fráveita, lagnir og loftræsting
  • Umferðargreiningar og hönnun vega
  • Jarðfræði og jarðtæknihönnun
  • Byggingarframkvæmdir og framkvæmdaráðgjöf á byggingartíma
  • Byggingareðlisfræði
  • Brunahönnun og eldvarnarráðgjöf
  • Hljóð og hljóðvist