Data centres

Gagnaver

Orkuöryggi, græn orka og góðar ljósleiðaratengingar gera norræn gagnaver aðlaðandi. Norconsult aðstoðar þróunaraðila gagnavera með þverfaglegri sérfræðiþekkingu og reynslu af stóriðjumannvirkjum og tengdum öryggiskröfum.

Norconsult veitir óháða verkfræðiþjónustu sem tryggir að norrænar sérkröfur séu uppfylltar. Við sjáum um alla virðiskeðjuna frá rannsóknum til útfærslu og eftirfylgni við framkvæmdir.

Stofnun gagnavera krefst getu, víðtækrar fagþekkingar og skilnings á byggingu flókinna mannvirkja með mikla orkunotkun. Reynsla, þverfagleg samvinna, sem og skilningur á framkvæmd bygginga, samningum og áætlanagerð eru mikilvæg fyrir árangursrík verkefni.

Norconsult hefur aflað sér þessarar þekkingar í nánu samstarfi við birgja og framleiðendur gagnavera og verktaka í verkefnum sem snúa að gagnaverum og stóriðjuverum með ströngum kröfum um örugga aflgjafa og kælingu. Mikill áhugi er á gagnaverum á Norðurlöndum og Norconsult leggur virkan þátt í að finna grænar lausnir með þátttöku í verkefnum um stofnun sjálfbærra gagnavera.

Hvort sem þörf er á hjálp við hönnun, eða stýringar og sjálfvirkni, þá höfum við kunnáttuna til að aðstoða.